ávöxtunarkrafa á breskum 10 ára skuldabréfum lækkaði í gær af ótta fjárfesta við að ný niðursveifla sé yfirvofandi. Innan dags fór ávöxtunarkrafan á tíu ára bréfunum í 1,99% og hefur hún ekki verið lægri síðan á síðasta áratug nítjándu aldar.

Nýjar tölur um slaka stöðu breska þjónustugeirans styrktu margan fjárfestinn í þeirri trú að veturinn verði efnahagslega erfiður og hefur Englandsbanki haldið stýrivöxtum lágum í lengri tíma en búist hafði verið við fyrr á árinu.

Englandsbanki vonast til að lágir vextir smitist út í atvinnulífið og geri eyðslu og lántöku meira aðlaðandi en að leggja fé til hliðar. Financial Times hefur hins vegar eftir hagfræðingnum Jonathan Portes að mjög lágir vextir séu merki um slæma efnahagslega stöðu þjóðar og bendir á Japan sem dæmi um slíkt.