© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ávöxtunarkrafa á hina nýju erlendu skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs í dollurum var 4,96% um miðjan dag í gær og hefur hún því lækkað lítillega frá því um miðja síðustu viku þegar hún var 5,01%. Lækkandi ávöxtunarkrafa jafngildir hækkandi verði sem síðan jafngildir aukinni eftirspurn eftir bréfunum en samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins höfðu þó engin viðskipti átt sér stað á eftirmarkaði með bréfin í gær.

Breytt ávöxtunarkrafa hefur engin áhrif á þau kjör sem fengust við útgáfu bréfanna en gæti gefið vísbendingu um kjör í næstu útboðum.