Verktaki sem bauð lægst í byggingu Húss íslenskra fræða undirbýr skaðabótamál á hendur ríkinu. Hann mun krefjast hundruð milljóna króna í bætur.

Í maí í fyrra voru opnuð tilboð í verkið. Jáverk á Selfossi bauð lægst í verkið eða rúma þrjá milljarða króna. Til stóð að ríkið myndi greiða 2/3 og HÍ 1/3 af upphæðinni.

RÚV sagði að fordæmi væru fyrir því að verktakar fengu slíkar bætur, allt upp undir 10% sem í þessu tilfelli væru um 300 milljónir króna. „Ef við heyrumst ekkert meira þá bara förum við að undirbúa kröfu,“ sagði Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks.

Fyrirhugað var að byggja Hús íslenskra fræða í ár en þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 var tilkynnt að þeim áformum yrði slegið á frest.