Kreppan hér á Íslandi er hagfelld fyrir heilsuna ef marka má nýja rannsókn Háskóla Íslands og Robert Wood Johnson Medical Center and Rider University. Reykingar, áfengisdrykkja, neysla sykraðra drykkja og skyndibitafæði hefur minnkað hjá Íslendingum ásamt ljósabekkjanotkun.

Hins vegar hefur einnig dregið úr heilsusamlegri neyslu, t.d. á ávöxtum og grænmeti á meðan aukning varð á notkun lýsis og svefni. Tinna Laufey Haraldsdóttir heilsuhagfræðingur sem vann að rannsókninni segir að Ísland hafi orðið fyrir valinu þar sem kreppan var svo skörp og því hafi Ísland verið góð tilraunastofa.