Kristinn F. Árnason tekur við sem framkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, um mánaðamótin. Hann tekur við starfinu af Kåre Bryn, sem hefur gegnt því síðastliðin sex ár en hættir í dag.

Fram kemur í tilkynningu að Kristinn hefur starfað um árabil í stjórnsýslunni. Hann hefur m.a. verið sendiherra gagnvart Liechtenstein og Slóveníu, fastafulltrúi gagnvart alþjóðastofnunum í Genf í Sviss og skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis. Þá var hann á árunum 1999 til 2003 sendiherra í Noregi gagnvart Tékklandi, Egyptalandi, Póllandi og Slóvakíu.