Byggðastofnun hefur ráðið til starfa Kristján Þ. Halldórsson verkfræðing sem verkefnisstjóra í fullu starfi til að fylgja eftir atvinnu- og byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að sameiginlega með íbúasamtökum á Raufarhöfn.

Fram kemur í tilkynningu frá Byggðastofnun að Kristján er búsettur á Kópaskeri, en starfsstöð hans verður á Raufarhöfn. Ráðningin er til eins árs, og mun sveitarfélagið Norðurþing sjá honum fyrir starfsaðstöðu.

Þá segir sömuleiðis að Kristján mun væntanlega hefja störf á Raufarhöfn þann 1. mars næst komandi.