Forsvarsmenn eigenda grískra skuldabréfa yfirgáfu Aþenu í dag. Viðræður stóðu yfir og kom brottför þeirra á óvart. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofu verður viðræðum haldið áfram um helgina símleiðis. Líkt og síðustu misseri er reynt að ná samkomulagi um aðkomu kröfuhafanna að skuldaniðurfærslum og breytingu lána gríska ríkisins.

Ólíklegt þykir að niðurstöður náist í þessari viku. Nokkur árangur hefur náðst í viðræðum en endanlegar niðurstöður eru háðar samþykki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkja. Þessir aðilar leggja mikla áherslu á að samningar náist við kröfuhafa áður en næsti hluti neyðarláns verður veittur.