Evran yfir 100 krónur Íslenska krónan veiktist í dag og samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands var lokagengi hennar 100,72 krónur. Þetta er sögulegt hámark gagnvart íslensku krónunni frá því að evran var tekin upp í byrjun ársins 1999. Kaupgengi evrunnar er nú skráð 100,5 krónur og sölugengið 101,05. Fyrir skemmstu spáðu sérfræðingar Glitnis því að króna myndi veikjast á árinu og að gengi evru myndi standa í 100,1 krónu um næstu áramót.