*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 9. mars 2020 10:59

Krónan ekki veikari frá 2015

Gegni krónunnar hefur veikst um ríflega 30% frá því hún var sem sterkust sumarið 2017.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi Íslensku krónunnar hefur veikst um 1,25% það sem af er degi og stendur meðalgengi gagnvart evru í 145 krónum. Hefur krónan ekki verið veikari gagnvart evru síðan í lok ágústmánaðar 2015. 

Þá hefur gengi krónu gagnvart dollar veikts um 0,28% gagnvart dollar og um 0,78% gagnvart pundi. Kemur minni veiking gagnvart dollar til af því að það sem af er degi hefur gengi evru gagnvart dollar styrkst um 1,14% og um 0,86% gagnvart pundi.

Þá hefur gegni íslensku krónunnar gagnvart þeirri norsku styrkst um 2,6%. Gengi norsku krónunnar hefur verið í frjálsu falli það sem af er degi eftir miklar lækkanir á olíumörkuðum og hefur veikst um rúmlega 4% gagnvart evru.