Gengisvísitalan er nú 159 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur krónan því veikst um 1,6% frá opnun markaða í morgun en 3,9% frá opinberu gengi Seðlabankans í gær.

Samkvæmt upplýsingum af vef Seðlabankans hefur opinberg gengi krónunnar aldrei verið hærra en í dag, 158 stig og hefur krónan því veikst um 23,2% frá áramótum sé miðað við opinbert gengi.

Reyndar er gengisvísitalan búin að toppa sig nokkrum sinnum á þessu ári en fara þarf aftur til 28. Nóvember 2001 til að finna sambærilegt gengi krónunnar þegar gengisvísitalan náði 151,16 stigi.

Samkvæmt vef Landsbankans stendur Evran nú í 123,7 krónum, Bandaríkjadalur í 80 krónum og Sterlingspundið í 155,9 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 76,8 krónum og japanskt jen í 0,48 krónum