Gengisvísitalan var 162,7 stig við lok markaða samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur krónan því veikst um 0,2% frá opnun í morgun og eins frá opinberu gengi Seðlabankans í gær.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun gengisvísitölunnar s.l. mánuð samkvæmt gengi Seðlabankans. Opinbert gengi var í morgun 164,6 stig en var í gær 162,4 stig.

Krónan hefur verið á nokkurri sveiflu í vikunni, veiktist um 3% á mánudag og sú veiking hélt áfram á þriðjudags morgun. Eftir hádegi á þriðjudag tók krónan að styrkjast og hafði við lok markaða styrkst um 0,2%.

Á miðvikudag tók krónan heldur betur við sér þegar hún styrktist um 4% og hefur hún aðeins einu sinni styrkst jafn mikið á einum degi að sögn Greiningadeildar Kaupþings.

Í gær veiktist krónan hins vegar um tæpt prósent en styrktist lítillega í dag sem gerir það að verkum að hún hefur styrkst um 0,3% frá lokagengi markaða fyrir viku síðan.

Samkvæmt Markaðsvakt Mentis stendur Bandaríkjadalur nú í 80,5 krónum, Evran í 126,9 krónum og Sterlingspundið í 160,7 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 78,9 krónum, japanskt jen í 0,76 krónum og danska krónan í 17 krónum.