Á síðustu vikum hefur raungengi krónunnar veikst talsvert gagnvart myntum okkar helstu viðskiptalanda, þessar myntir eru bandaríkjadalur, breska pundið og evran, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Raungengi krónunnar gagnvart evrunni hefur lækkað um tæp 12% frá því í nóvember í fyrra en um 60% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar fer til evrulanda.

Á sama tíma hefur raungengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal veikst um tæp 11%. Á næstu misserum má því gera ráð fyrir að heldur dragi úr innflutningi enda einkaneysla þjóðarinnar er mjög næm fyrir breytingum á raungengi, segir greiningardeildin.

Auk þess má ætla að útflutningstekjur þjóðarinnar muni batna í kjölfar hagstæðari viðskiptakjara.

Greiningardeild spáir því að halli á viðskiptum við útlönd muni dragast saman á næstu misserum og vera í kringum 9,5% af vergri landsframleiðslum í ár og í kringum 4,5% árið 2007.