Matvöruverslanakeðjan Krónan er nú að skoða hagkvæmni þess að opna einfaldar bensínstöðvar á lóðum verslanna sinna. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Viðræður við olíufélögin eru hafnar en hafa ekki tekist vegna þess hve mikið ber á milli verðhugmynda olíufélaganna og Krónunnar. Olíufélögin krefjast álags ofan á innkaupaverð olíu sem nemur 12 til 13 krónur á lítra. Krónan telur að ef að viðskiptum verði þá verði félagið stórnotandi á olíu og því ætti álag ofan á innkaupverð að vera um 3 til 5 krónur á lítra.

Erlenda verslunarkeðja Costco, sem nú undirbýr opnun verslunnar í Garðabæ, hefur einnig tilynnt að hún hafi áhuga á að bjóða upp á eldsneyti við verslun sína.