Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans viðurkenndi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs að krónan væri í dag sterkari en hann hafði átt von á, þó að staða hennar væri nú svipuð og fyrir hálfu ári. Sigurjón benti á að í raun gæti hún verið sterkari ef ekki hefðu komið til aðgerða af hálfu hins opinbera með kaupum á erlendum gjaldeyri. Sigurjón metur fasteignamarkaðinn þannig að það stefni í að hægist á hækkunum á íbúðarverði. Hann telur hins vegar vaxandi þenslu vera á vinnumarkaði.

Sigurjón sagði að erlendir aðilar hefðu komið með nýja vídd inn á innlendan gjaldeyrismarkaði sem gæti aukið sveiflur á markaðinum og aukið flækjustig peningastefnunnar.