Íslenska krónan styrktist um 0,5% gagnvart evrunni í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Varð miðgengið gagnvart evrunni þá 149,3 og krónan ekki sterkari síðan í byrjun desember.

Þegar leið á morguninn gekk styrkingin að mestu til baka og stendur miðgengið í 149,9. Styrking dagins er því um 0,15%.

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti sína um 0,5% á fimmtudag. Því jókst vaxtamunurinn krónunnar gagnvart evrunni með hækkun íslenska seðlabankans í dag.