Krónan hefur fallið mikið á þriðja ársfjórðungi. Miðað við opinbert gengi Seðlabankans hefur krónan veikst um 16% og er 190,4 stig við lok fjórðungsins. Þá má ekki gleyma því að krónan hefur fallið um 37% frá áramótum.

Sérfræðingum hefur oft þótt erfitt að festa hendur á því hvað fellir krónuna. Síaukin áhættufælni á mörkuðum kemur sér illa fyrir hávaxtagjaldmiðla líkt og krónu. Sömuleiðis hefur erfitt aðgengi viðskiptabankanna að erlendu lausafé komið mjög sterkt fram á gjaldmiðlaskiptamarkaði ? þar sem ekki eru lengur krónuvextir í boði nema að litlu leyti. ?Þetta endurspeglar svipaða þróun og á mörgum öðrum gjaldeyrismörkuðum þar sem skortur á dollurum og evrum hefur verið mikill og álag hækkað mikið,?  sagði greiningardeild Kaupþings fyrr í mánuðinum.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Rangt var farið með að krónan hafi fallið um 18% á fjórðungnum og 57% á fyrstu níu mánuðum ársins. Beðist er velvirðingar á þessu.