*

föstudagur, 10. apríl 2020
Innlent 14. janúar 2020 09:09

Krónan veiktist um 3,1% á síðasta ári

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 86 milljarða króna árið 2019, og eignir umfram skuldir nema nærri 650 milljörðum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi krónunnar lækkaði um 3,1% á árinu 2019, en flökt í gengi var minna en árið 2018 og var munurinn á hæsta og lægsta gildi skráðrar gengisvísitölu á árinu 7,2%.

Heildarvelta á gjaldeyrismarkaði var svipuð og á árinu 2018, eða sem nam 188,3 milljörðum króna. Hlutdeild Seðlabankans í veltunni var 7,6% sem var öllu meira en árið 2018, en talsvert minna en á árinu 2017.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst í krónum talið um 86 milljarða króna. á árinu og nam í árslok 822 milljörðum króna.
Gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans, þ.e. mismunur eigna og skulda bankans í erlendum gjaldmiðlum, nam 646 milljörðum króna í lok ársins 2019 samanborið við 627 milljarða króna í lok árs 2018.