Gefin voru út krónubréf fyrir alls 6 milljarða króna í dag, en það voru EIB og þýski landbúnaðarsjóðurinn KFW sem stóðu að útgáfunum, báðar útgáfurnar eiga það sammerkt að vera til tveggja ára, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Alls hafa nú verið gefnir út rúmlega 250 milljarðar króna af krónubréfum en töluverður gangur hefur verið í útgáfunni í júní og júlí þar sem útgáfan losar alls 25 milljarða króna, segir greiningardeildin.