Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur höfðað mál gegn Kaupþingi vegna ágreinings um valréttarfyrirkomulag. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sigurður G. Guðjónsson hrl. er lögmaður KSÍ. K

aupþing skuldfærði 135,2 milljónir króna af reikningum í febrúar 2009 sem skilanefnd Kaupþings taldi að KSÍ bæri að greiða. KSÍ lýsti kröfu í bú Kaupþings upp á 159,2 milljónir króna vegna þessa en henni var hafnað af slitastjórn bankans. Í skýringum í ársreikningi kemur fram að skilanefnd hafi krafið KSÍ um sjö milljónir króna til lúkningar á valréttarfyrirkomulaginu.