*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 23. janúar 2019 08:44

Kvika stækkar Freyju í 8 milljarða

Kvika hefur lokið annarri umferð fjármögnunar framtakssjóðsins Freyju, sem er nú orðinn 8 milljarðar króna.

Ritstjórn
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Eignastýringar Kviku.
Haraldur Guðjónsson

Kvika hefur nú lokið annarri umferð söfnunar áskriftarloforða framtakssjóðsins FREYJU slhf. og er heildarstærð sjóðsins 8 milljarðar króna. Hluthafar Freyju eru flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins og aðrir fagfjárfestar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Freyja fjárfestir í íslenskum fyrirtækjum með sterka stöðu á markaði, gott sjóðstreymi og áhugaverð vaxtartækifæri. Fulltrúar sjóðsins vinna náið með stjórnendum og meðeigendum í að bæta rekstur og árangur félaganna sem fjárfest er í með það að markmiði að hámarka verðmæti til lengri tíma litið. Áhersla er lögð á að félögin sýni samfélagslega ábyrgð i daglegum rekstri, tileinki sér góða viðskipta- og stjórnarhætti, gæti að fjölbreytni í stjórnun og hugi að umhverfismálum.“

Auk Freyju rekur Kvika framtakssjóðina Auði I slf. og Eddu slhf. Rekstur þessara sjóða er sagður hafa gengið vel og skilað fjárfestum góðri arðsemi. Auður I var stofnuð árið 2008 og fjárfesti sjóðurinn í átta félögum fyrir rúmlega 3 milljarða, meðal annars í Íslenska gámafélaginu, Já og Ölgerðinni. Edda er 5 milljarða sjóður sem var stofnaður árið 2013 og fjárfesti í fjórum félögum. Sjóðurinn á eignarhluti í Íslandshótelum og Securitas eftir að hlutur í Domino´s var seldur á síðasta ári til Domino´s í Bretlandi.

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdarstjóri Eignastýringar Kviku:

„Freyja er þriðji og stærsti framtakssjóðurinn í rekstri Kviku sem byggir á árangri Auðar og Eddu en helstu hluthafar Freyju hafa jafnframt fjárfest í fyrri framtakssjóðum okkar. Framtakssjóðir Kviku eru áhrifafjárfestar sem taka virkan þátt í stefnumótun og rekstri fyrirtækjanna sem fjárfest er í í samstarfi við stjórnendur og meðeigendur. Undanfarin 10 ár höfum við fjármagnað vöxt og uppbyggingu margra af öflugustu fyrirtækjum landsins. Hjá okkur hefur byggst upp mikil reynsla af rekstri og framtaksfjárfestingum en frá upphafi höfum við lagt ríka áherslu á ábyrgar fjárfestingar.“

Stikkorð: Kvika
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is