Eignarhaldsfélagið Kvos, móðurfélag prentsmiðjunnar Odda, Gutenberg, Kassagerðarinnar og fleiri fyrirtækja, hagnaðist um 60,7 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Er þetta töluverður viðsnúningur frá því árinu áður þegar félagið tapaði 68,8 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar námu á sama tíma 5,5 milljörðum króna og jukust þær um tæp þrjátíu prósent frá árinu 2012.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir samstæðunnar 4.027,6 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok tímabilsins er 999,8 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins 24,64%. Frá og með janúar 2013 var rekstur Plastprents og OPM sameinaður félaginu og árið 2012 var starfsemi félagsins í Færeyjum hætt. Framkvæmdastjóri Kvosar er Þorgeir Baldursson.