Um þriðjungur allra starfandi lækna á Íslandi nú eru konur. Í læknadeild stunda fleiri konur nám en karlar. Ef litið er á aldurshópinn 40 ára og yngri er konur ríflega helmingur en ef aldurshópurinn 60 ára og eldri er skoðaður er hlutfall karla nær 90%. Það er því deginum ljósara að kynjahlutföllin í læknastétt eru að breytast og það hratt segir í samantekt læknafélagsins.

Samsetningu læknahópsins skipt eftir kyni og aldri hefur breyst mikið. Athyglisvert er að samsetning hópsins er að breytast, þ.e.a.s. að hlutfall kvenna í stéttinni er að aukast eins og áður sagði. Þessi staðreynd skiptir máli þegar metið er hver nýliðun þarf að vera því konur vinna færri klukkustundir í launaðri vinnu en karlmenn að meðaltali.

Niðurstöður læknafélagsins sýna að mögulegt vinnuafl lækna, þ.e. lækna með íslenskt lækningaleyfir á aldrinum 25 til 69 ára og hafa á einhverjum tímapunkti unnið hér, er 1.586. Af þeim starfa 1.089 hér á landi en 497 erlendis. Miðað við þessar upplýsingar þá má gera ráð fyrir því að hver læknir á Íslandi þurfi að sinna 293 einstaklingum að meðaltali.