Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og KPMG kynntu niður­ stöður stjórnendakönnunar á morgunverðarfundi á miðvikudag. Stjórn­endakönnunin var nú framkvæmd öðru sinni en meginmarkmið með könnuninni er að athuga starfshætti og starfsumhverfi stjórna. Meðal þess í niðurstöðunum sem vakti athygli þátttakenda á morgunverðar­fundinum er hve hátt menntastig stjórnarmanna er alla jafna.

Þá var í könnuninni einnig athugað viðhorf stjórnarmanna til nýrra laga um lágmarkshlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Þar kom í ljós að þeir sem eldri eru eru almennt jákvæðari gagn­ vart lagasetningunni en hinir yngri. Þá telur meirihluta stjórnarmanna að ekki megi búast við breytingu á rekstri, afkomu eða ímynd fyrirtækja vegna lagasetningarinnar. Kynjahlutföll voru sérstaklega rædd í pallborðsumræðum í lok fundarins og sagði Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, þar meðal annars fátt koma á óvart í niðurstöðunum. Hún benti jafnframt á hátt menntunarstig kvenna og telur skammt þess að bíða að kynjakvóti fari að vernda karla jafnt sem konur.

KPMG fundur.
KPMG fundur.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Góður hópur fylgdist með umræðunni um hinn íslenska stjórnarmann

KPMG fundur.
KPMG fundur.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórólfur Árnason og Andrés Magnússon létu sig ekki vanta.