Hagnaður Slippfélagsins ehf. fyrir árið 2018 var 57,6 milljónir samanborið við 99,5 milljónir árið áður.

Rekstrartekjur félagsins hreyfðust lítið milli ára og standa í milljarði króna. Hins vegar hækkuðu rekstrargjöld félagsins úr 920 milljónum króna í rétt rúmlega milljarð króna eða um 10% milli ára. Þar af hækkaði kostnaðarverð seldra vara úr 465 milljónum króna í 564 milljónir eða um 21,5%.

Eignir félagsins námu 405 milljónir í lok árs 2018 og var lítil breyting þar á. Þar af er handbært fé félagsins 132 milljónir eða um það bil 32% af heildareignum fyrirtækisins.

Skuldir félagsins námu 95 milljónir króna en hlutafé félagsins nam 310 milljónum. Því er eiginfjárhlutfall þeirra 77% samanborið við 63% árið áður.

Stjórnarmenn félagsins eru þau Valdimar Bergstað, Halldóra Baldvinsdóttir og Hjörtur Bergstað. Framkvæmdarstjóri félagsins er Baldvin Valdimarsson en eigandinn er Málning hf.