Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfsmenn né rekstrartekjur í tvö almanaksár. Árið 2015 var síðasta rekstrarár hjá 2895 fyrirtækjum, en með fyrirtæki er einnig átt við einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu. Á síðasta rekstrarári, árið 2015 voru þessi fyrirtæki með 36,5 milljarða í rekstrartekjur og tæplega þrjú þúsund starfsmenn. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Flest þessara fyrirtækja voru lítil, þannig voru ríflega 92% þeirra með 0-1 starfsmann og námu samanlagðar rekstrartekjur þeirra tæplega 15 milljörðum. Fyrirtæki sem höfðu 2 eða fleiri starfsmenn á síðasta rekstrarári voru tæp 8% af fjölda en samanlegðar tekjur þeirra voru 21,5 milljarður árið 2015.