Helstu hlutabréfavísitölur Asíu hafa lækkað í nótt sem m.a. er sagt skýrast af því að fjárfestar haldi að sér höndum í bið eftir niðustöðum leiðtogafundar ESB um helgina. Auk þessa fara hagvaxtarvæntingar í Kína dvínandi og hefur það ekki kætt fjárfesta.

Í Tokýo lækkaði Nikkei um 1% og Topix um 0,7%. Í Hong Kong hefur Hang Seng lækkað um 2,4% það sem af er degi en kauphöllin þar lokar eftir 45 mínútur.