Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,44% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.652.82 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um ein 26,08%. Gengi bréfa Sjóvár lækkaði um 20,1% í 72,6 milljóna króna viðskiptum, HB Granda um 1,43% í 96,2 milljóna króna viðskiptum og Reita um 1,22% í 101,4 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins eitt skráð félag hækkaði í verði í dag, en gengi bréfa Nýherja hækkaði um 2,43% í 1,7 milljóna króna viðskiptum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 992,9 milljónum króna í dag.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,69% í dag í 21,8 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,81% í 4,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,45% í 17,2 milljarða króna viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,16% í dag í 237 milljóna króna viðskiptum.