Töluverðar lækkanir hafa verið á hlutabréfa mörkuðum í Bandaríkjunum það sem af er degi. Þegar þetta er skrifað hefur S&P 500 vísitalan lækkað um 2,2%. Lækkanirnar eru dregnar áfram af neikvæðum fréttum í tengslum við uppgjör netrisanna Alphabet og Amazon. Það sem af er degi hafa hlutabréf Amazon lækkað um tæp 9% og Alphabet um rúm 5%.

Þá hefur Nasdaq vísitalan lækkað um 3,3% og Dow Jones um 1,8%. Þá hafa verið lækkanir á hlutabréfum víðs vegar í heiminum í dag. Euro Stoxx 50 vísitalan hefur lækkað um 1,95%. Breska FTSE-vísitalan hefur lækkað um 1,81%, þýska DAX vísitalan um 1,89% og Nikkei 225 um 0,4%.