Hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu seinnipartinn í dag eftir að það spurðist út að fjármálaráðherra Evrópusambandsríkja náðu ekki saman um aðgerðir gegn skuldakreppu evrusvæðisins.

Dow Jones vísitalan tapaði 100 stigum í viðskiptum í dag, eða um 0,9%. Við upphaf viðskipta í dag hækkaði vísitalan lítillega. Standard & Poor´s 500 vísitalan lækkaði um 1,2% og Nasdaq vísitalan sömuleiðis. Hlutabréfaverð í Bank of America lækkaði niður fyrir 5 dollara á hlut í fyrsta sinn síðan í mars 2009.

Velta á markaði var í minna lagi, en fjárfestar vinna nú að því að loka bókum sínum fyrir árið.