Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag, annan daginn í röð, en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má að mestu leyti til lækkunar á hrávörum í dag. Þannig lækkaði hrávöruvísitalan Bloomberg um 1,9% í morgun og í Ástralíu lækkaði stærsta námufyrirtæki heims, BHP Billiton, um 2,3%.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,1% í dag en hefur þó hækkað um tæp 10% það sem af er ári. Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,6%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,6% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan einnig um 1,6%.

Í Suður Kóreu lækkaði Kospi vísitalan um 0,7% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,4%.