Á ráðstefnu á dögunum sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að eitt af stærstu vandamálum heimsmarkaðarins væri gríðarlegur fjöldi banka sem væru einfaldlega of stórir.

Stærð og flókið kerfi bankanna þýðir að þeir geta haldið stjórnmálamönnum í greipum sér. Þar sem bankarnir eru of stórir til að mega hrynja fá þeir lánað á ódýrari vöxtum en smærri bankar, sem bæði stækkar áhættuna fyrir stjórnmálamenn og minnkar samkeppni á markaðnum.

Lagarde sagði að eftir kreppu hafi verið einhver þróun í fjármálageiranum sérstaklega harðari kröfur um  eiginfjár og lausafjár en að það dugi ekki til. Þróunin er ekki nógu hröð og endalínan er enn langt í burtu. Ástæða þess er ekki einungis flókið kerfi heldur einnig sterk mótspyrna iðnaðarins og þreyta í fólki.

AGS hefur áætlað að fjárhagsaðstoð sem stóru bankarnir fengu í Bandaríkjunum sé um 70 milljarðar dollara og allt að 300 milljörðum dollar á Evrusvæðinu.

Lagarde ráðleggur því ríkari eiginfjárkröfu hjá stærstu bönkunum í viðbót við Basel III skyldurnar.