Tekjur Nýherja á árinu 2006 námu 8.646 milljónum króna en voru 6.293 milljónir króna árið á undan og er tekjuaukning því 37,4% milli ára. Hagnaður Nýherja eftir skatta var 305,6 milljónir króna á árinu 2006, samanborið við 76,5 milljónir króna árið áður.

Hagnaður Nýherja ásamt dótturfélögum fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir ? EBITDA ? nam 682,5 milljónum króna, en var 232,7 milljónir króna árið áður. Hlutfall EBITDA af heildartekjum er því 7,9% á árinu.

Launakostnaður á árinu nam 2.523,3 milljónum króna og hækkar um 54% fyrir samstæðuna í heild. Hækkun launakostnaðar er að mestu tilkomin vegna fjölgunar starfsmanna, einkum við kaup á AppliCon A/S í Danmörku. Meðalfjöldi stöðugilda hjá Nýherja og dótturfélögum var 337 árið 2006, sem er aukning um 45 stöðugildi frá árinu á undan. Í árslok voru stöðugildi 351 en heildarstarfsmannafjöldi 371.


Tekjur félagsins af vörusölu og tengdri þjónustu námu 5.723 milljónum króna en af ráðgjöf og sölu hugbúnaðar voru tekjur 2.961 milljónir króna á árinu. Tekjur af erlendri starfsemi voru 1.050 milljónir króna eða 12% heildartekna.

Tillaga stjórnar er að greiddur verði 45% arður.