Mjólkurframleiðandinn Arna í Bolungarvík hefur sett á markað laktósafría Nýmjólk, en áður hefur verið í boði laktósafrí léttmjólk frá öðrum framleiðendum sem og frá þeim sjálfum undir merkinu nettmjólk.

Með viðbótinni breytir nettmjólkin um nafn og umbúðir svo framvegis heitir hún léttmjólk og verður í gulum pakkningum líkt og frá öðrum framleiðendum. Jafnframt verður laktósafría nýmjólkin frá þeim í bláum pakkningum eins og þekkt er á íslenskum markaði.

Vegna bilunar í pakkningarvél tafðist framleiðsla á nýju vörunum, en mjólkinni verður dreift í dag. Vonast forsvarsmenn Örnu eftir því að mjólkin verði komin á sem flesta staði fyrir helgi.