Hlut­fall út­lána til auðugra við­skipta­vina banda­rískra banka hefur aukist hratt á undan­förnum árum. Út­lán frá eigna­stýringar­einingum (e. wealth mana­gement units) JP­Morgan Chase, Bank of America, Citigroup og Morgan Stanl­ey námu meira en 600 milljörðum dala á öðrum árs­fjórðungi og jukust um 17,5% frá sama tíma­bili í fyrra. Financial Times greinir frá.

Út­lán eigna­stýringar­deildanna nema 22,5% af heildar­lána­bók bankanna en sama hlut­fall var 16,3% um mitt ár 2017. Alls hafa þessi út­lán aukist um 50% á síðustu fjórum árum, saman­borið við 9% aukningu í heildar­lána­bók bankanna.

JP­Morgan og Citi lána nú meira til þessara auðugu við­skipta­vini sína heldur en til milljóna við­skipta­vina sem eru með kredit­kort hjá þeim. Fyrir ára­tug síðan lánaði JP Morgan fimm sinnum meira til kredit­korta­hafa en til við­skipta­vina eigna­stýringar­deildanna.

Þessi lán eru oft notuð fyrir fjár­festingar í fjár­mála­gerningum, kaup á annarri fast­eign eða lúxu­s­vara. Fjár­festar hafa einnig leitað í þessi lán til að fjár­festa í eigin fyrir­tækjum en þarna fá þeir ó­dýrari og sneggri lán en bjóðast fyrir­tækjunum sjálfum.

Bankarnir hafa varið sí­fellt meiri fjár­munum í þessa tegund lána á síðasta ára­tug en um­fangið jókst veru­lega eftir að banda­ríski seðla­bankinn lækkaði stýri­vexti vegna heims­far­aldursins. Vextir á út­lánum eigna­stýringar­fé­laganna til tveggja ára eru um 1,4% en þau eru oft með fjár­mála­gerninga líkt og hluta­bréf að veði.

„Það sem veldur mér á­hyggjum er að þú ert með allt þetta fjár­magn í út­lánum, með það að leiðar­ljósi að auðuga fólkið tapi aldrei,“ er haft eftir Peter Atwa­ter, for­stjóra ráð­gjafa­fyrir­tækisins Financial Insyg­hts. Hann segir að vara­sjóðir sem bankar þurfi að leggja til hliðar vegna eigna­stýringar­starf­seminnar séu „rýrir“.