Landssamtök landeigenda á Íslandi segja tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá gera ráð fyrir að gengið sé frekarlega á eignarrétt sem varinn er í núgildandi stjórnarskrá. Samtökin voru stofnuð fyrir fimm árum til að berjast fyrir því að eignarréttur landseigenda sé virtur við framkvæmd laga um þjóðlendur og hafa boðað til málsþings um vernd eignaréttarins og áformuð inngrip í eignaréttinn á fimmtudag.

Tveir gestir flytja framsöguerindi á málþinginu. Það eru þeir Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sem fjallar um um vernd eignarréttar samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu og rétt landeigenda, og Karl Axelsson hæstarréttarlögmaður sem fjallar um heimildir almenna löggjafans til inngripa í stjórnarskrárvarin eignarrétt landeigenda og hversu langt verði gengið í þeim efnum.

Í tilkynningu frá Landssamtökunum segir að allir landeigendur á Íslandi eigi rétt til aðildar að samtökunum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, lögaðila eða sveitarfélög.

Heimasíða Landssamtaka landeigenda á Íslandi