Landic Property hefur uppfyllt öll skilyrði samningsins við Stones Invest um sölu á Keops Development og því eru engar forsendur fyrir ásökunum um vanefndir. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landic Property.

Tilefni yfirlýsingarinnar eru fregnir í dönskum fjölmiðlum þess efnis að forsvarsmenn danska fjárfestingarfélagsins Stones Invest hafi rift kaupum á Keops Development. Forsvarsmenn félagsins bera íslenska félagið þungum sökum.