Landsbankinn hefur verið tekinn út af lista með Al Kaída og talíbönum. Listi yfir þá aðila sem sæta nú fjárhagslegum refsiaðgerðum Breta á grundvelli hryðjuverkalaga hefur verið uppfærður og Landsbankinn tekinn út af honum en settur neðanmáls.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er þetta meðal annars gert til að liðka fyrir samningum við íslensk stjórnvöld. Bresk sendinefnd er stödd hér á landi til að ræða við íslensk stjórnvöld um Icesave-reikningana.

Þótt Landsbankinn hafi verið tekinn út af umræddum lista eru ákvæði um frystingu eigna bankans í Bretlandi enn í gildi.

Frétt Viðskiptablaðsins um málið í gær má finna hér. Uppfærða listann má sjá hér.