Harðlega er í gagnrýnt í skýrslu norskra sérfræðinga fyrir embætti sérstaks saksóknara hvernig lán til kaupa á eigin bréfum í bankanum eru færð til bókar í efnahagsreikningi. „Við teljum að eigin bréf [Landsbankans] í eigu aflandsfélaga og eigin bréf tengd við framvirka samninga eigi að koma til frádráttar frá eigin fé Landsbankans,“ segir í skýrslunni.

Er talið að eigið fé í efnahagsreikningi hafi átt að vera yfir 50 milljörðum minna en það var. Það eitt hefði fært bankann undir leyfileg mörk um eiginfjárhlutfall sem eru 8% samkvæmt lögum. Niðurstöður sérfræðinganna eru skýrar. Ef ársreikningur Landsbankans hefði verið réttur hefði Landsbankinn „samstundis“ misst starfsleyfið, Icesave innlánasöfnunin hefði stöðvast og aldrei hafist í Hollandi, lán hefðu ekki fengist frá Evrópska seðlabankanum upp á 1,5 milljarða evra og fall íslensku bankanna hefði verið verulega minnkað að umfangi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .