Landsbankinn hefur nú lokið við leiðrétta endurreikning meginþorra þeirra gengistryggðu húsnæðislána sem fordæmi Hæstaréttardóma eiga við um, að því er kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Leiðréttingin nær til um 1.500 lána. Eftir standa þau lán þar sem enn leikur vafi á um hvort öll skilyrði fyrir leiðréttingu séu uppfyllt.

Heildarniðurfærsla lánanna nemur um 6,7 milljörðum króna.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að unnið sé að leiðréttingu endurútreiknings bílalána og að fyrstu viðskiptavinum sem hana fá muni verða tilkynnt um niðurstöðuna á næstu dögum.