Hlutabréfaviðskipti í Kauphöllinni námu alls tæpum 2,3 milljörðum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan, ICEX-15, lítillega og endaði í 5.326,23 stigum. Mest voru viðskipti með bréf Landsbankans eða 772 milljónir króna og hækkuðu bréfin um nær 2,1%. Þá voru liðlega 603 milljóna viðskipti með bréf Dagsbrúnar, móðurfélags Og Vodafone og 365 fjölmiðla. Bréfin hækkuðu um 1,6%.

Alls námu viðskipti með hlutabréf Kaupþings banka 204 milljónum en gengi þeirra breyttist lítið. Um 246 milljón viðskipti voru með bréf FL Group og hækkaði gengi þeirra um 1,15.

Mesta hækkun

LAIS +2,07
DB +1,64
FL +1,15
MOSAIC +1,13
STRB +0,64

Mesta lækkun
FO-ATLA -1,45
ISB -0,58
SIFI -0,48
KOGN -0,33
ATOR -0,33