Breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulagi viðskiptavaktar á eftirmarkaði með ríkisbréf um nú um mánaðamótin endurspegla aukna dýpt innlends skuldabréfamarkaðar að því er kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Frá og með deginum í dag eru aðalmiðlarar með ríkisbréf og -víxla fjórir: Íslandsbanki, MP Banki, Kaupþing og Saga Capital.

Þar er bent á að athygli vekur að Landsbankinn fellur úr þessum hópi, a.m.k. í bili, en Saga Capital bætist við. Lágmarks kaup- og sölutilboð aðalmiðlara á markaði hækka úr 50 milljónum króna í 100 milljónir króna.

Þá eru hámarkslán sem veitt eru hverjum aðalmiðlara hækkuð úr 2 milljörðum kr. í 3 milljarðakr. fyrir hvern flokk ríkisverðbréfa frá og með morgundeginum. Breytingarnar ættu að draga úr verðflökti á markaðinum, auk þess sem rýmri lánaheimildir draga úr hættu á verðbólum vegna tímabundinnar spurnar eftir einstökum skuldabréfaflokkum á markaði segir í Morgunkorni.