Landsbankinn hefur keypt 9,89% hlut í Tryggingamiðstöðinni, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar en fyrir viðskiptin átti bankinn ekkert í félaginu.

Viðskiptin nema 3,8 milljörðum króna. Um er að ræða 92.307.200 hlut og fóru kaupin fram á genginu 41 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Landsbankinn tilkynnti í dag um að hafa selt bréf í Straumi-Burðarási fyrir tólf milljarða króna og minnkaði þar með eignarhlut sinn í 1,14% úr 7,89%.