RARIK og Landsbankinn undirrituðu í dag samning vegna skammtímafjármögnunar. Samningsfjárhæðin er 4.750 milljónir króna og tekur samningurinn gildi í dag og gildir til 5. maí 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu .

„Samningurinn gerir RARIK kleift að velja sér hagkvæman tíma til endurfjármögnunar langtímalána sem fyrirhuguð er á árinu, án tillits til gjalddaga þeirra,“ stendur í tilkynningunni. RARIK hefur heimild til þess að nýta sér lánsfjárhæðina eftir þörfum.