*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 25. mars 2015 15:15

Landsbankinn lánar RARIK 4,75 milljarða

RARIK hefur heimild til þess að nýta sér lán frá Landsbankanum eftir þörfum.

Ritstjórn
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.
Birgir Ísl. Gunnarsson

RARIK og Landsbankinn undirrituðu í dag samning vegna skammtímafjármögnunar. Samningsfjárhæðin er 4.750 milljónir króna og tekur samningurinn gildi í dag og gildir til 5. maí 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Samningurinn gerir RARIK kleift að velja sér hagkvæman tíma til endurfjármögnunar langtímalána sem fyrirhuguð er á árinu, án tillits til gjalddaga þeirra,“ stendur í tilkynningunni. RARIK hefur heimild til þess að nýta sér lánsfjárhæðina eftir þörfum.

Stikkorð: Landsbankinn RARIK
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is