Rekstur Marels hefur tekið stakkaskiptum á síðustu átta ársfjórðungum og nú hefur greiningardeild Landsbankans sent frá sér nýtt verðmat. Framlegð hefur aukist og sveiflur í rekstri hafa minnkað. Forsendur verðmats um vöxt tekna og framlegð hafa því verið hækkaðar, fjárbinding hefur verið aukin og áhættuálag lækkað. Verðmæti Marels er nú metið á 12 ma.kr. sem gefur verðmatsgengið 49,3. Þetta er hækkun um 37% frá síðasta verðmatsgengi. Síðasta lokaverð í kauphöll var 57,2 og er því mælt með sölu á hlutabréfum félagsins.