*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 2. nóvember 2004 18:30

Landsbankinn mælir með sölu á bréfum Össurar

verðmatið hins vegar hækkað

Ritstjórn

Greiningardeild Landsbankans hefur unnið nýtt verðmat á Össuri hf. Nýtt verðmat gefur verðmatsgengið 61,2 á Össuri og markaðsvirðið 19,5 ma.kr. Þetta er hækkun verðmats um 2,4 ma.kr. eða 14% frá útgáfu síðasta verðmats (5. maí 2004). 80% hækkunarinnar skýrist af lækkun ávöxtunarkröfu. Markaðsgengi félagsins var 86 við lokun markaða í dag og er því mælt með sölu á bréfum félagsins.