Landsbankinn hefur selt 9,9% hlut sinn í FSÍ (Framtakssjóði Íslands) slhf. og allan eignarhlut sinn í IEI slhf, eða sem nemur 27,6%.  Þetta kemur fram í fréttatilkynning u frá Landsbankanum.

Heildarsöluandvirðið er rúmlega 7 milljarðar króna og eru kaupendur í hópi núverandi hluthafa FSÍ og IEI. Fyrir viðskiptin var Landsbankinn stærsti hluthafi beggja félaga en er nú annar stærsti hluthafi í FSÍ, með 17,7% eignarhlut. Landsbankinn mun bókfæra 4,9 milljarða króna hagnað vegna viðskiptanna.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningunni að stefna bankans sé að selja eignir sem eru í óskyldum rekstri og bankinn kann að eignast. Hann segir Framtakssjóðinn hafa gengt mjög mikilvægu hlutverki í endurreisn íslensks atvinnulífs og salan muni styrkja stöðu bankans.