Landsbankinn var með mesta hlutdeild í viðskiptum ársins með bæði hlutabréf og skuldabréf. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti ársins frá Kauphöllinni, Nasdaq OMX Iceland.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með 30,4% hlutdeild, Íslandsbanki með 26% og Arion banki með 15%. Alls námu heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 89 milljörðum eða 356 milljónum á dag. Skráð félög voru 15 á árinu en þar af eru 4 á First North markaðnum.

Á skuldabréfamarkaði var Landsbankinn einnig stærstur og var þar með 23,4% hlutdeild á markaði. MP banki kom næstur með 22,8% og Íslandsbanki með 19,7%. Í lok árs voru skráð skuldabréf samtals 146, hvers markaðsvirði var 1.866 milljarðar. Alls námu viðskipti með skuldabréf á árinu 2.324 milljörúm króna.