Með kaupum á eigin bréfum af Landsbankanum fyrir níu milljarða má ætla að Horn hafi eignast um eða yfir 25% hlut í sjálfum sér.

Í fyrirsögn í frétt Viðskiptablaðsins um Horn í dag sagði ranglega að Landsbankinnn hefði tekið sex milljarða í arð úr Horni en hið rétta er að Landsbankinn tók níu milljarða úr Horni með viðskiptunum.

Horn
Horn

Horn var með eigið fé upp á 32,4 milljarða í lok september og eiginfjárhlutfall félagsisn var 74% en gera má því skóna að hlutfallið hafi verið of hátt fyrir félag sem stefnir á markað enda líklega erfitt að skila ásættanlegri ávöxtun á svo mikið eigið fé auk þess sem hugsast getur að Horn væri helst til stór biti fyrir markaðinn. Horn hefur með kaupum á eigin bréfum höggvið á þennan hnút með því að kaupa eigin bréf af Landsbankanum en með því lækkar eiginfjárhlutfall félagsins verulega auk þess sem orða mætti það sem svo að Landsbankinn hafi leið náð að leysa til sín arð úr Horni.

Landsbankinn
Landsbankinn
© BIG (VB MYND/BIG)

Nánar má lesa um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.