Slysavarnarfélagið Landsbjörg og 66°NORÐUR skrifuðu nýverið undir áframhaldandi samstarfssamning um að björgunarsveitarmenn félagsins klæðist áfram fatnaði frá fyrirtækinu. Þá mun 66°NORÐUR framleiða sérstaklega Snæfell jakka í einkennislitum Landsbjargar fyrir meðlimi félagsins. Snæfell jakkinn hefur vakið mikla athygli og unnið til tveggja virtra verðlauna á útivistarsýningum í Þýskalandi. Með þessum samningi verður Landsbjörg fyrsta björgunarsveitin í heiminum sem fær sérframleiddan fatnað úr hinu byltingarkennda efni NeoShell® sem notað er í Snæfell jakkann.